Hvernig lesum við ljósmyndir?

Sýningar safnsins skoðaðar með áherslu á myndlæsi, túlkun og staðreyndir.

Ljósmyndasafn - Valdimar Thorlacius

Hámarksfjöldi: Einn bekkur

Bekkur: 1.-10.

Tími: 45-60 mín.

 

 

Umfjöllunarefni heimsóknarinnar fer eftir sýningu hverju sinni með áherslu á myndlestur, túlkun og staðreyndir. Veltum fyrir okkur spurningum eins og: Höfðar myndin til mín? Hvaða tilfinningar kallar hún fram? Hefur myndin heimildargildi? Gefur hún okkur vísbendingar um raunveruleikann? Fræðslan er aðlöguð að aldri og getu nemenda.