Leiðsögn um sýningar
Spjall um sýningar safnsins og hugmyndirnar á bak við þær. Einnig er hægt að óska eftir að fá kynningu á starfsemi safnsins.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Í heimsókn á Ljósmyndasafn Reykjavíkur fá nemendur innsýn í þær hugmyndir sem sýning safnsins hverju sinni byggir á. Safnið setur upp fjölbreyttar sýninga ár hvert með það að markmið að kynna íslenska ljósmyndara og koma á framfæri, sýna verk úr safneign sem og að sýna verk erlendra ljósmyndara.
Kennarar geta valið að hefja heimsóknina á stuttri kynningu á starfsemi safnsins áður en hópurinn skoðar yfirstandandi sýningar. Nemendur kynnast þá ólíkum verkefnum safnsins og varðveislu ljósmynda með því að skoða „kontakt“ möppur, bóka- og tímaritakost safnsins.
Hafi kennarar séróskir varðandi heimsóknir á safnið hvetjum við þá til að hafa samband við fræðsluteymi Borgarsögusafns safnfraedsla@reykjavik.is.
Núverandi sýning í aðalsal:
6. mars - 19. september 2021
Hið þögla en göfuga mál
Yfirlitssýning um ljósmyndaferil Sigurhans Vignir
Vignir starfaði lengst af sem ljósmyndari í Reykjavík og á sýningunni eru myndir frá árunum 1940-1965 sem gefa einstaka innsýn í lífið í bænum á þessum árum. Viðfangsefnin eru af ýmsum toga en tengjast oftast fjölskrúðugu atferli manneskjunnar frá vöggu til grafar s.s.; skírn barns, stofnun lýðveldis, verkafólk við vinnu, skautahlaup, hernám á hlutlausu þjóðríki, fegurðarsamkeppni í Tívolí, afmæli, hárkollugerð o.s.frv. Vignir tók einnig fjölda mynda fyrir Reykjavíkurborg og eru margar þeirra mikilvægar heimildir um starfsemi sveitarfélagsins, sögu þess og þróun.