Fiskur & fólk: Fiskurinn veiddur og hvað svo?

Þorskinum og fleiri fisktegundum fylgt frá miðum í maga.

Sjóminjasafn safnfræðsla leiðsögn
Fiskur & fólk: sjósókn í 150 ár

Hámarksfjöldi: Einn bekkur

Bekkur: 5.-7.

Tími: 45-60 mín.

Spjall um fiskana í kringum Ísland, báta- og skipstegundir, veiðiaðferðir, verkun og aðferðir við geymslu fisksins. Höfnin og breytingar á henni rædd ásamt því að komið er inn á hlutverk kynjanna í fiskvinnslu þá og nú.