Ævintýraeyjan Viðey - 5 klst.

Saga, náttúra og list. Allir velkomnir. Fræðsluhefti í boði fyrir miðstig.

viðey_tunid_1620x1080.jpg
Viðey

Bekkur: 5.-7.

 

Tími: 5 klst.

 

 

HEIMSÓKN Í VIÐEY

Saga Viðeyjar og náttúra skapa ríkulegan jarðveg til fræðslu í ólíkum námsgreinum. Kennarar ráða förinn í Viðey og safnið býður ekki upp á leiðsögn um eyjuna. Við erum með fræðsluhefti sem eru hugsuð fyrir kennara miðstigs og kennarar geta fengið lánuð þegar þeir koma.

Ath. Heimsóknin er bókuð neðst á þessari síðu. Því næst þarf að bóka ferjuna út í eyjuna hjá Eldingu.

Nestis- og salernisaðstaða er á tveimur stöðum í eynni:
• Hesthúsið er nestisaðstaða sem er staðsett fyrir aftan Viðeyjarstofu. Þar er kolagrill sem gestum er frjálst að nota auk salernis og leiksvæðis skammt frá.
• Viðeyjarnaust er aðstaða fyrir stærri hópa ásamt kolagrilli og salernisaðstöðu. Viðeyjarnaust stendur við fjöru sem gaman er að skoða.
 

Fræðsluhefti fyrir miðstig grunnskóla
Fræðsluheftið veitir kennurum upplýsingar, innblástur og hugmyndir um hvað er gaman að skoða og gera með skólahóp í eynni. Kjósi kennarar að nýta sér fræðsluheftið, mun starfsmaður Borgarsögusafns hitta hópinn við komuna í Viðey og veita þeim upplýsingar um hvar heftin eru geymd og staðhætti. Kennarar geta valið að nota allt heftið eða hluta þess, eftir því sem hentar best.

Vinsamlegast athugið að áætlað er að þessi heimsókn taki 5 klst. Ef þið hafið hug á að dvelja í eyjunni skemur en 5 klst., þá er hægt að fara tilbaka um eitt skref og velja Viðey fyrir grunnskóla - 3 klst.