Líf og tilvera fyrstu íbúa Reykjavíkur
Leiðsögn um Reykjavík á víkingaöld.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Á safninu er skáli þar sem kynnast má lífi einna fyrstu íbúa Reykjavíkur á landnámsöld. Þungamiðja Landnámssýningarinnar er rúst skála frá 10. öld sem fannst árið 2001 og er varðveitt á sínum upphaflega stað. Reynt er að gefa hugmynd um líf og umhverfi Reykjavíkur eins og það var við landnám. Efni sýningarinnar byggir á niðurstöðum fornleifarannsókna og kynna túlkanir fræðimanna á þessu tímabili sögunnar. Við hvetjum kennara að ráðfæra sig við fræðsluteymi Borgarsögusafns við útfærslu og bókun heimsókna.
Aðgangur er ókeypis fyrir hópa á öllum skólastigum sem bóka heimsóknir hér eða í gegnum safnfraedsla@reykjavik.is