Um Landnámssýninguna
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>
Landnámssýningin byggir á kenningum fræðimanna um það sem fornleifar í Reykjavík geta sagt okkur um líf og störf þeirra sem fyrst settust hér að. Þungamiðjan er rúst skála frá 10. öld sem fannst árið 2001 og er varðveitt á sínum upphaflega stað. Norðan við skálann fannst veggjarbútur sem er ennþá eldri, eða síðan fyrir 871 og er hann meðal elstu mannvistarleifa sem fundist hafa á Íslandi.
Á sýningunni er reynt að gefa hugmynd um umhverfi Reykjavíkur eins og það var við landnám. Með hjálp margmiðlunartækni og túlkun á fornminjum er ljósi varpað á líf og tilveru fyrstu íbúa Reykjavíkur og tengsl þeirra við umhverfið í nýju landi. Efni Landnámssýningarinnar byggir á niðurstöðum fornleifarannsókna, efnistökin eru vísindaleg og kynna nýjustu túlkanir vísinda- og fræðimanna á þessu tímabili sögunnar.
Á sumrin og í desember mánuði eru boðið upp á leiðsögn á ensku kl. 11 alla virka daga.
Hljóðleiðsagnir eru í boði, á íslensku, ensku, frönsku, þýsku og norsku.
Hægt er að sérpanta leiðsagnir fyrir hópa. Vinsamlegast hafið samband í síma 411 6370 eða pantið leiðsögn með því að senda tölvupóst á: landnam@reykjavik.is.
Hér gefur að líta fjölbreytt margmiðlunarefni sem er hluti af Landnámssýningunni
auk leikja sem tengjast landnáminu: http://reykjavik871.is/ Ath þessi vefur virkar aðeins með Adobe Flash Player.