Ferjan
SUMAR 15. maí - 30. sept - siglt daglega
| Skarfabakki - Viðey: | 10:15 | 11:15 | 12:15 | 13:15 | 14:15 | 15:15 | 16:15 | 17:15 | |||||||
| Viðey - Skarfabakki: | 11:30 | 12:30 | 13:30 | 14:30 | 15:30 | 16:30 | 17:30 | 18:30 | |||||||
VETUR 1.okt - 14. maí - aðeins siglt um helgar
| Skarfabakki - Viðey: laugard. og sunnud. | 13:15 | 14:15 | 15:15 | ||||||||||||
| Viðey - Skarfabakki: laugard. og sunnud. | 14:30 | 15:30 | 16:30 |
Verðskrá - fram og til baka:
| Fullorðnir: | 1.650 kr. |
| 67 ára og eldri & öryrkjar: | 1.500 kr. |
| Nemendur: | 1.500 kr. |
| Börn 7-15 ára: | 825 kr. |
| Börn 0-6 ára: | Ókeypis |
| Menningarkortshafar : | 10% afsl. |
Miða í ferjuna má kaupa á eftirtöldum stöðum:
- Gamla Höfnin Ægisgarði miðasala Elding Hvalaskoðun
- Harpa Tónlistarhús, móttökuborð (fyrir ferð kl. 12 geta gestir farið beint um borð í bátinn og greitt þar)
- Viðey miðasala, Skarfagörðum
- Vefsíða Eldingar.
Vinsamlegast hafið samband við Eldingu varðandi ferjusiglingar á elding@elding.is.
Vinsamlegast hafið samband á videy@reykjavik.is varðandi leiðsagnir fyrir hópa 10+.
Vinsamlegast hafið samband við Viðeyjarstofu á videyjarstofa@videyjarstofa.is vegna einkasamkvæma.
Um Eldingu
Elding sér um ferjusiglingar á milli Viðeyjar og Reykjavíkur. Yfir sumarmánuðina eru daglegar áætlunarferðir frá Skarfabakka, Hörpu og Ægisgarði. Yfir vetrarmánuðina eru áætlunarferðir á laugardögum og sunnudögum frá Skarfabakka. Báturinn Gestur er oftast notaður í siglingum yfir til Viðeyjar en Elding hefur einnig yfir að ráða stærri bátum sem notaðir eru fyrir stóra hópa og/eða vegna viðburða í eyjunni.
Elding, Hvalaskoðun Reykjavík, er fjölskyldufyrirtæki sem gert hefur út á hvalaskoðun og aðrar ævintýraferðir á sjó frá árinu 2000. Frá árinu 2007 hefur fyrirtækið haft samning við Reykjavíkurborg um rekstur Viðeyjar og býður upp á ferjusiglingar þangað.
Starfsmönnum Eldingar er umhugað um fallega og viðkvæma náttúru í Viðey. Fyrirtækið er vottað af EarthCheck og bátar þeirra bera Bláfánann. Árið 2008 hlaut Elding umhverfisverðlaun Ferðamálastofu og stöðugar framfarir í umhverfismálum eru mikilvægur þáttur í starfi fyrirtækisins.
/*php $markup = $content['field_mynd_stor'][0]['#markup']; $markup = str_replace('typeof="foaf:Image"', 'typeof="foaf:Image" class="lightbox"', $markup); $content['field_mynd_stor'][0]['#markup'] = $markup; */?>Friðarsúluferðir
Friðarsúluferðinar eru áhugaverðar kvöldferðir helgaðar Friðarsúlunni og baráttu John Lennons og Yoko Ono fyrir heimsfriði. Ferðirnar taka tvo tíma með leiðsögn. Gengið er að súlunni og stoppað á áhugaverðum stöðum á leiðinni þar sem leiðsögumaður miðlar upplýsingum um sögu, náttúru og listir í eyjunni. Styrkur, kraftur og ljómi Friðarsúlunnar tekur mið af veðurfari hverju sinni og ef heppnin er með í för leika norðurljósin við friðarljós súlunnar.
Ár hvert er Friðarsúlan tendruð á afmælisdegi Lennons, 9. október, og lýsir hún upp kvöldhimininn til og með 8. desember en þann dag dó Lennon árið 1980. Þar að auki er Friðarsúlan tendruð frá vetrarsólstöðum til nýárs, í eina viku í kringum vorjafndægur og á sérstökum hátíðardögum sem listakonan Yoko Ono og Reykjavíkurborg koma sér saman um.
Friðarsúluferðir eru í boði:
kl. 20:00 þann 9. október er siglt frá Skarfagörðum í boði Yoko Ono.
kl. 20:00 frá 10. október til 8. desember (á hverju kvöldi).
kl. 18:00 dagana 21., 22., 27., 28. og 30. desember.
kl. 16:00 gamlársdag 31. desember.
kl. 20:00 18. febrúar.
kl. 21:00 dagana 20. til 27. mars (á hverju kvöldi).
Brottfarir frá gömlu höfninni í Reykjavík.